Leiðandi fyrirtæki
í upplýsingatækni á Íslandi
Opin Kerfi hefur starfað frá árinu 1985 og er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu rekstrar-, skýja- og hýsingarlausna ásamt sölu á tölvu- og miðlægum búnaði.
Opin Kerfi er traustur og góður samstarfsaðili sem hefur viðskiptavininn ávallt í fyrirrúmi. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. Opin Kerfi á náið samstarf við fjölmörg framsækin og öflug erlend upplýsingafyrirtæki og hefur m.a. átt í nánu samstarfi við mörg þeirra um langt skeið eins og t.d. HP og HPE, Microsoft, Cisco, Red Hat og mörg fleiri.
Fyrirtækið er vottað samkvæmt ISO/IEC 27001 staðlinum.
Gildi Opinna Kerfa eru opinn hugur, heiðarleiki, eitt lið og sigurvilji.
Þess vegna eru Opin Kerfi í hlutverki tölvudeildar viðskiptavina okkar.
HVAÐ BJÓÐUM VIÐ UPP Á?
Sérhæfðar tæknilausnir og þekking sem hjálpa þér að komast lengra
Búnaður og lausnir frá leiðandi birgjum heims
Réttur búnaður skiptir öllu máli.
Við hjálpum þér að halda starfseminni gangandi með réttu lausnunum og búnaðinum sem gerir notendum kleift að vinna hvar sem er án þess að fórna þægindum eða frammistöðu.
Öryggi og vöktun
Opin Kerfi rekur vöktunarþjónustu sem vaktar kerfi, tækjabúnað og þjónustur. Við getum brugðist skjótt við ef eitthvað kemur upp á hvenær sem er sólarhringsins.
Við bjóðum einnig upp á veikleikaskimun, heilsufarsúttekt tölvukerfa og ráðgjöf í öryggismálum.
Netlausnir
Sérfræðingar okkar sjá um netrekstur hjá litlum og stærri fyrirtækjum – allt frá internetlausnum til samtengingar útibúa og tengingar við gagnaver.
Miðlægar lausnir
Opin Kerfi hefur um árabil selt og annast þjónustu við miðlægan búnað fyrir bæði stór og smá fyrirtæki og stofnanir.
Með því að vinna náið með stórum erlendum birgjum höfum við ávallt tryggt áreiðanlegar og traustar lausnir fyrir viðskiptavini okkar.
Ráðgjöf
Stundum er gott að spjalla við reynslumikla sérfræðinga í tölvutækni til þess að skilja betur hvað hentar þér og þínu fyrirtæki.
Við veitum ráðgjöf og aðstoð þegar þú þarft á henni að halda.
Hugbúnaður og leyfi
Við bjóðum upp á hugbúnaðarleyfi frá Adobe (Creative Cloud), Microsoft (t.d. Office forritin, Teams, Azure) RedHat (enterprise Linux, OpenShift) og fleirum.
Við erum með eitt sterkasta lið landsins þegar það kemur að stafrænum samvinnulausnum og rekstur á þeim, sem og Microsoft 365 og öruggu aðgengi að innri kerfum óháð staðsetningu.
Það þurfa ekki allir að reka tölvudeild
Upplýsingatækni þróast hratt og það er erfitt og dýrt að halda í við umhverfið. Hvert fyrirtæki þarf að meta fyrir sig hvernig er best að tækla þessar stöðugu breytingar.
Það er ekki auðvelt fyrir alla að byggja upp slíka kunnáttu innan fyrirtækisins, taka á sig stórar fjárfestingar og stjórna verkefnum sem eru kannski afar frábrugðin kjarnastarfsemi fyrirtækisins.
Þess vegna eru Opin Kerfi í hlutverki tölvudeildar viðskiptavina okkar.
rekstrarsamningar opinna kerfa
Tölvukerfi í höndum sérfræðinga með fyrirsjáanlegum kostnaði
Rekstrarsamningar
Með því að koma í rekstrarsamning til okkar ert þú með sérfræðinga þér við hlið þegar það kemur að upplýsingatækni - hvort sem þú ert að reka eigið umhverfi með forritum og þjónustu eða í skýinu.
Þú færð aðgang að þjónustunni sem þú þarft, kunnáttu, öryggi, vöktun og jafnvel vélbúnaði. Mánaðarlegi kostnaðurinn verður þar af leiðandi fyrirsjáanlegur.
OK365 - Office 365 hjá Opnum Kerfum
Fyrir fast verð per starfsmann fá viðskiptavinir aðgang að eigin vinnuumhverfi, hugbúnað frá Microsoft og gögnum í gegnum öruggt umhverfi sem er hýst og vaktað. Í stað þess að kaupa vélbúnað, kerfi og aðstöðu fá viðskiptavinir innviði sem vaxa með fyrirtækinu og kostnaður byggir einfaldlega á þörf og notkun hverju sinni.
Auðkenning og öryggi er á hæsta stigi en samt er auðvelt að tengjast utan skrifstofunnar og nota hugbúnaðarsvítu sem inniheldur m.a. Office, Exchange, fjárhags- og mannauðskerfi eins og Axapta, Navision, TOK og DK.